Fjölmiðlar slógu upp í kvöld á vefmiðlum sínum, að 63% Íslendinga séu andvígir IceSave samningunum. Slógu ekki upp, að 67% Íslendinga telja fall samningsins mundu hafa slæm áhrif á þjóðarhag. Þannig misstu þeir af raunverulegu fréttinni: Að þjóðin er ósátt við IceSave samninginn, en viðurkenndir, að slæmt sé að fella hann. Það er töluvert annað en fjölmiðlarnir sögðu. Þeir sögðu ekki heldur, að 38% þjóðarinnar eru sátt við Steingrím Sigfússon og 24% sátt við Bjarna Benediktsson. Sú frétt segir sögu af endanlegri útkomu foringjanna eftir harðar IceSave deilur á Alþingi.