Morðinginn sem ekki myrti

Punktar

Gallinn við Lockerbie-morðingjann Abdel Basset Ali al-Megrahi er, að hann er ekki Lockerbie-morðinginn. Einn mest verðlaunaði rannsókna-blaðamaður Breta, Paul Foot, skýrði það í Telegraph, Guardian og Private Eye. Hryðjuverkið var ýmsum að kenna, meðal annars leyniþjónustum Bandaríkjanna og Breta. Kipptu sínum mönnum út úr fluginu í Frankfurt, sendu aðra farþega áfram í dauðann á leið til New York. Paul Foot skaut ótal göt á málið gegn Megrahi. Brezka stjórnin neitaði að afhenda mikilvæg gögn og varð margsaga. Líklega voru Sýrlendingar að verki, hugsanlega Palestínumenn. Ekki Líbíumaðurinn Megrahi.