Lengi og oft hefur verið kvartað um aðild atvinnulífsins að stjórn lífeyris landsmanna. Hún stuðlaði að óvarkárum kaupum á loftbólupappírum góðærisins. Margir lífeyrissjóðir hafa fengið þunga brotsjói vegna þessa, allt á kostnað lífeyrisþega. Samtök atvinnulífsins hafa nú skipað Brynju Halldórsdóttur úr stjórn gamla Kaupþings í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Það er ekki bara óviðeigandi, heldur beinlínis dónalegt. Sá sjóður má sízt við frekari hugsunarhætti að hætti Brynju og Kaupþings. Skipun hennar hlýtur að kalla á lög frá Alþingi, sem banni aðild atvinnurekenda að stjórn lífeyrissjóða.