Nokkrum sinnum hef ég varað við sukki Más Guðmundssonar í Seðlabankanum. Hinn nýi bankastjóri hefur brennt milljarði við að reyna að hækka gengi krónunnar. Hann er að reyna að sýna fram á, að gömul peningastefna bankans sé nothæf. Hún er það ekki. Gengi krónunnar lækkar þrátt fyrir inngrip Más á markaði. Vitrari menn þurfa að stöðva Má í þessari vitleysu. Allir vita, að krónan er dauð. Að minnsta kosti höfum við ekki ráð á að fórna dýrmætum milljörðum í að halda henni uppi. Hvað gerist, ef Seðlabankinn fær hundruð milljarða frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum? Tryllist Már þá gersamlega?