Fyndið var að sjá Illuga Gunnarsson alþingismann segja, að miklu fyrr hefði átt að grípa til aðgerða. Í Silfri Egils nefndi hann einu sinni, að byrjun febrúar hefðí verið góður tími til aðgerða. Þá féll einmitt ríkisstjórnin, sem Illugi studdi. Gaf hún sér þó áður tíma til að draga sjóð níu að landi á kostnað skattgreiðenda. Alltaf er gaman að sjá menn, sem hafa strikað yfir fortíð sína. Svo taumlaust, að þeir muna ekkert fyrir 1. febrúar. Afneitun fortíðar er alger. Hví er alltaf leitað álits hjá málsaðilum? Uppbyggilegra var að hlusta á útlendingana Jón Daníelsson og Joseph Stiglitz í sama þætti.