Ég hef alltaf verið andvígur nafnleysingjum og ekki farið dult með það. Hins vegar tel ég þá áhrifalitla í netheimum. Að vísu er þeim hossað af mbl.is og dv.is. Mbl.is birtir fyrirsagnir nafnlausra athugasemda með fréttunum. Dv.is birtir heilar athugasemdir beinlínis með fréttunum. Hvort tveggja niðurlægir fréttirnar. Ég sé engar athugasemdir með fréttum á visir.is og ruv.is. Mogginn og DV eiga að hætta að hossa þessum nafnlausu athugasemdum. Leyfa áhugafólki um níð að hafa fyrir að opna línu, sem heitir Athugasemdir. Ekki veifa nafnleysingjum beinlínis framan í lesendur.