Handrukkarinn bíður fyrirmæla

Punktar

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn setti lánið til Íslands á dagskrá stjórnarfundar 14.september. Tók málið síðan út aftur að ósk Bretlands og Hollands, sem eru enn að meta stöðuna. Ríkin tvö vilja ekki leyfa handrukkara sínum að ljúka málinu strax. Vandséð er, hvað þau græða á því. Ekki er þrýstingur á Ísland. Alþingi hefur lokið málinu og er farið í frí. Vandséð er, að það verði beðið um að koma saman til að bakka út úr fyrirvörum. Fyrr fer ríkisstjórnin frá. Þá verður enginn IceSave samningur, gott mál. Enginn marktækur þrýstingur harðlínumanna er í Bretlandi og Hollandi. En handrukkarinn bíður fyrirmæla.