Indriði óttast krónufall

Punktar

Ráðuneytisstjóri fjármála vill ekki afnema gjaldeyrishöft að sinni. “Menn óttast, að afleiðingar af miklu gengishruni veiki enn tiltrú manna á endurreisninni,” segir hann á visir.is í morgun. Indriði Þorláksson óttast gengishrun. Það þýðir væntanlega, að krónan er of hátt skráð. Og ennfremur, að Seðlabankinn er að verja milljörðum í vonlausri baráttu gegn núverandi gengissigi krónunnar. Getur Indriði ekki beðið Má Guðmundsson um að hætta að brenna gjaldeyri á þann hátt? Ef forustumenn ríkisvaldsins telja krónuna þurfa að vera í gjörgæzlu, er þá ekki líklegt, að spekúlantar hugsi svipað?