Setjum stóriðju í bið

Punktar

Eftir stóra skandalinn hjá borginni er eðlilegt, að við stöldrum aðeins við. Auðlindir á Reykjanesi hafa verið afhentar erlendum aðila á útsöluverði. Aðvörunarbjöllur hafa hringt. Verðið er lágt, að mestu leyti lánað, veð eru skrípó og endurgreiðslur fara eftir arðinum. Þetta er eins og kúlulánin. Ef til vill var staða Orkuveitunnar orðinn svo slæm, að hún átti ekki annars kost. Hins vegar þarf ríkið að meta þennan gang mála. Frekja heimamanna á ýmsum stöðum, svo og samtaka vinnumarkaðarins, er orðinn yfirgengileg. Bezt er að setja stóriðju í salt að sinni og kanna, hvers virði hún eiginlega er.