Fyrirvari við fyrirvara við fyrirvara

Punktar

Eðlilegt er, að ríkisstjórn Hollands geri fyrirvara við fyrirvara Alþingis um IceSave. Holland vill, að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn votti meintan skort á greiðslugetu Íslands. Við skulum taka því rólega, en gera einn fyrirvara við fyrirvara Hollands á fyrirvörum Íslands. Við viljum fá hlutlausa vottun, en ekki vottun frá handrukkara Hollands. Við getum kastað svona fyrirvörum fram og aftur milli landa, en niðurstaðan verður þó sú, að IceSave málið er í rólegum farvegi. Um er að gera, að allir hlusti á alla. En haldi Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn áfram leikaraskap, verðum við hætta samstarfi við hann.