Bernie Madoff fékk 150 ára fangelsisdóm í Bandaríkjunum, þar sem dómstólar vinna hratt. Ísland minnir á Madoff, segir Joly. Hér hefur enginn fengið dóm, þótt kerfið hafi lengri tíma til umráða. Kannski ná íslenzk lög ekki yfir snillinga, eru kannski samin fyrir þá. Kannski fá þeir bara 150 mánuði, ekki 150 ár. Of seint er að bæta úr því eftir á. En finna þarf, að hvaða leyti íslenzk lög eru linari en erlend. Leggja fram breytingar, sem hindra annað eins hrun síðar. Breytingin verði við núverandi stjórnarmynztur, því að annað stjórnarmynztur mun í náinni framtíð engan áhuga hafa á breytingu.