Ketilkaffi og espresso

Veitingar

Vel þekki ég mann, sem segist ekki borða neitt annað en það, sem hann snæddi áður en hann lærði að segja nei. Fær sér á matstöðum aldrei annan eftirrétt en vanilluís með heitri súkkulaðisósu. Ég hef hins vegar gaman af að prófa eitthvað nýtt. Nú er það kaffið. Í Kaffifélaginu við Skólavörðustíg prófa ég ýmsar tegundir af baunum í espresso. Því miður er tungan ekki nógu næm, mér finnst allt kaffi gott, ef það er nógu sterkt. Á Café Haïti við Tryggvagötu prófa ég hjartastyrkjandi sterkt tyrkneskt og arabískt kaffi. Er ketilkaffi, en ekki eins þykkt og ég minnist frá Tyrklandi og Jórdaníu, órúlega milt.