Misskilið hlutverk stjórnvalda

Punktar

Lýsi frati á Húseigendafélagið, Félag fasteignasala, Húsnæðissamvinnufélagið Búseta á Norðurlandi, talsmann neytenda og Lögmenn Laugardal. Sérstaklega þó á Hagsmunasamtök heimilanna, sem er félag fyrrum bankamanna. Þessi félög og einstaklingar þrýsta á, að ríkið fjármagni afslátt af skuldum heimilanna. Ég tel það ófært, ríkisstjórn Geirs Haarde setti ríkissjóð á kúpuna strax í fyrrahaust. Sízt má fórna fé til að leysa vanda fólks, sem keypti húsnæði fyrir meira en þrjátíu milljónir og bíl fyrir meira en þrjár milljónir. Það er ekki hlutverk stjórnvalda að afnema eðlileg gjaldþrot í þjóðfélaginu.