Morgunblað Ólafs Stephensen er betra en Morgunblað Styrmis Gunnarssonar og Matthíasar Johannesen. Um blað Ólafs léku ferskir vindar, ekki bara utan úr Evrópu, heldur líka frá blaðamennsku nútímans. Morgunblaðið hætti að vera stofnun og varð fjölmiðill. Ekki er Ólafi um að kenna, að gömul risaeðla á erfitt með að fóta sig á hnignunarskeiði áskriftar-dagblaða. Mannaskipti í brúnni verða ekki til að auka traust á Mogganum. En gefa kannski betra færi á að ráðast í nauðsynlegan sparnað. Augljóst er, að blóðbað er framundan, því að afkoman er fjarri allri skynsemi. Mogginn verður að rifa seglin.