Starfsfólkið passar sjoppuna

Punktar

Mogginn kom út í morgun ritstjóralaus. Líklega orðinn eins konar sovét að rússneskri fyrirmynd. Enginn var skráður í blaðhausnum og er það nýnæmi í dagblaðaútgáfu. Sennilega gott fordæmi, því að ritstjórar eru oft dýrir starfskraftar og sumir þar á ofan í fínimannsleik. Blaðið ber ekki merki ritstjóraleysis. Frambærilegt tölublað með viðtali við Guðmund Gunnarsson verkalýðsleiðtoga, sem flettir ofan af áróðri Hagsmunasamtaka heimilanna. Segir skoðanir þeirra ekki njóta stuðnings. Betra er að vera ritstjóralaus en ráða fínimann utan úr bæ til að spóka sig. Starfsfólkið passar sjoppuna.