Skiptum bara um þjóð

Punktar

DV hefur á þessu ári borið af öðrum fjölmiðlum eins og gull af eiri. Hefur oft verið stútfullt af rannsóknum og uppljóstrunum um hrunið. Aðrir miðlar hafa vikum saman verið gagnslitlir. DV er raunar eini fjölmiðillinn, sem ég má ekki missa af. Samt nýtur það minnst trausts aðspurðra í könnunum. Þeir vita ekki, hvað þeir hafa, fyrr en misst hafa. Minnir mig á, að hrunistar Sjálfstæðisflokksins njóta í könnunum fylgis þriðjungs kjósenda. Virðast ekki vita, hver olli hruninu, flokkurinn og stefnan. Niðurstaðan er, að fátt sé, sem ekki sé hægt að laga í landinu með því að skipta alveg um þjóð.