Enn er vitnað í spunakarlinn

Fjölmiðlun

Stundum sé ég fjölmiðla vitna í spunakarl hrunsins, Ásgeir Jónsson. Á tíma vitleysunnar kom hann annan hvern dag í fjölmiðla til að lofsyngja útrásina. Eftir hrunið reis hann upp tvíefldur og skrifaði bók um hrunið. Á ensku. Í bókinni er hvergi fjallað um ofurþátt hans sjálfs í hruninu sem spunakarls Kaupþings. Ekki heldur í viðtölum fjölmiðla, nú síðast á mbl.is. Ég hélt, að Ásgeir Jónsson væri síðasti maðurinn til að hafa vit á hruninu. En þreytist aldrei á að verða hissa á fjölmiðlum, sem enn hossa spunakarlinum. Er minni blaðamanna eins skammvinnt og oft er sagt? Þetta fræga gullfiskaminni?