Gent er gamall háskólabær í flæmska hluta Belgíu, nokkru fjölmennari en Reykjavíkursvæðið. Þar er ég núna. Borgarmiðjan er gömul og vel varðveitt. Flestar götur eru fyrir göngufólk, bannaðar bílum. Tvö hús hafa Michelin-stjörnu, bæði dýr, á svipuðu verði og dýrir matstaðir í Reykjvík. Á C-Jean kostar maturinn 6500 krónur á mann og á Jan Van den Bon kostar hann heilar 12000 krónur á mann. Notalegir staðir með góðri matreeiðslu hafa matinn á 3500-5000 krónur, svipað og heima. Lítið er um mjög ódýra staði á borð við suma við Laugaveginn. Gangur lífsins er hægur, fólk tekur sporvagninn.