Svonefndar hægri stjórnir í Frakklandi og Þýzkalandi vilja aukið regluverk til að hemja banka. Svonefndar vinstri stjórnir í Bandaríkjunum og Bretlandi vilja litlu breyta frá því sem var. Nicolas Sarkozy og Angela Merkel vilja hömlur á græðgi bankamanna og refsingar gegn skattaskjólum. Barack Obama og Gordon Brown draga slíkt í efa. Sarkozy vill sprengja næsta toppfund á kröfu um afnám bónusa í bönkum. Hann er líka að láta bylta þjóðhagsreikningum með áherzlu á sjálfbærni, menntir og heilsu. Enginn veit lengur, hvað er vinstri og hvað er hægri í pólitík, síðan kratar tóku trú á dólga-frjálshyggju.