Nú er nóg komið. Alþingi Íslendinga hefur boðizt til að greiða tjón Breta og Hollendinga vegna IceSave reikninga Björgólfsfeðga og Sjálfstæðisflokksins. Fyrir því var naumur meirihluti. Ríkisstjórn Íslands getur ekki boðið betur en fjárveitingavaldið leyfir. Brezka og hollenzka ríkisstjórnin vilja samt ekki fallast á skilmála Alþingis. Málið er því komið út af kortinu. Bezt er, að Össur Skarphéðinsson segi viðkomandi stjórnvöldum, að þau geti ekki hengt alþýðu þessa lands. Hún skuldar þeim ekki eitt sent. Brezka og hollenzka stjórnin geti bara átt sitt IceSave, ef þau neita góðu tilboði Alþingis.