Fráleit verkstjórn Jóhönnu

Punktar

Ríkisstjórnir Bretlands og Hollands báru ekki gæfu til að sætta sig við alla fyrirvara Alþingis. Hugsanleg fyrning skuldarinnar fór fyrir brjóstið á þeim. Niðurstaðan getur því orðið, að ekkert greiðist. Ríkisstjórnin getur tæpast fengið Alþingi til að samþykkja linari fyrirvara. Þjóðin vill ekki borga IceSave og stjórnarandstaðan veit það. Ég efast um, að hótanir að hætti Jóhönnu dugi til að sætta vinstri græn við veikari fyrirvara. Þá þarf að mynda aðra ríkisstjórn, líklega sömu flokka. Án IceSave. En það verður ekki undir fráleitri verkstjórn Jóhönnu. Hún er búin að eyða kvótanum sínum.