Svo virðist sem stjórnarflokkarnir starfi áfram saman, þótt þynnri útgáfa IceSave-fyrirvara kunni að falla á þingi. Samstarfið er annað en IceSave segja þeir. Við þurfum því ekki að óttast, að IceSave-flokkurinn komist til valda í bráð. Stjórnarflokkarnir eiga að mestu eftir að þurrka út áhrif hrunflokksins í ríkiskerfinu. Mikilvægt er, að það takist. Því er fráleitt að gamna sér við þjóðstjórn. Þegar einn flokkur hefur velt þjóð og ríki á hliðina, er ekki grundvöllur fyrir þjóðstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fá að vera úti í kuldanum um langt árabil. Það er mikilvægara en IceSave.