Gengisbilið hefur minnkað

Punktar

Góða fréttin er, að evran hefur lækkað niður í 190 krónur á erlendum markaði gjaldeyris. Hún er þar aðeins tíkalli dýrari en hér í Seðlabankanum. Bendir til, að gengi Seðlabankans sé ekki lengur fráleitt. Einnig, að ólíklegt sé, að afnám gjaldeyrishafta leiði til djúprar sveiflu krónunnar. Ætti að veita Seðlabankanum og Alþjóða gjaldeyrissjóðnum kjark til að afnema höftin. Enda er skrítið, að stofnanir, sem eru sligaðar af frjálshyggju, hafi enn dálæti á gjaldeyrishöftum. Því fyrr sem höftin eru afnumin, þeim mun fyrr verður að hægt að finna raunverulegt verð krónunnar. Og hindra svartamarkaðsbraskið.