Óskar Magnússon er nógu lífsreyndur í blaðamennsku til að vita, hvað gengur ekki. Að minnsta kosti ekki til langs tíma. Ef heimildamenn blaðsins frétta í DV, að hann lesi tölvupósta blaðamanna, telja þeir hann einnig líklegan til að hlera síma þeirra. Samskipti blaðamanna við umheiminn verða erfiðari en áður. Kontról-fríkar vilja vita allt, til dæmis, hver lak uppsagnarbréfi Ragnhildar Sverrisdóttir. En það er sumt, Óskar, sem bara ekki borgar sig að vita. Gerir bara illt verra. Að segja “engar reglur hafi verið brotnar” er eins marklaust og útrásarvíkingur, sem segir “engin lög hafa verið brotin”.