Ríkisstjórnin stendur sig vel í skattamálum og ríkisfjármálum. Niðurskurður er hæfilegur miðað við aðstæður. Við megum ekki rjúfa félagslega velferð, þótt við reynum að hafa hana sem ódýrasta. Stjórnin má ekki eyðileggja þessa vinnu eða hleypa sjálfum hrun-flokknum að völdum. Betra er fyrir hana að sætta sig við engan stuðning Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og Norðurlandanna. Betra er fyrir hana að setja IceSave á ís, svo að málið valdi ekki ófriði í þingflokki vinstri grænna. Jóhanna verður að brjóta odd af oflæti sínu. Hún má ekki láta góðu verkin glutrast niður með því að einblína á Strauss-Kahn.