Undarleg frétt birtist á Vísi um, að handrukkarar séu farnir að innheimta venjulegar skuldir. Haft eftir Haraldi Johannessen ríkislögreglustjóra, sem er varasöm heimild. Gerum samt ráð fyrir, að það sé satt. Þá hlýtur að vera vitað, hvaða skuldir er verið að innheimta. Einhver stofnun, fyrirtæki eða persóna hlýtur að vera að baki venjulegs rukkunartilrefnis. Við erum ekki að tala um fíkniefni. Fréttin hefði fyrst verið prenthæf, ef birt hefðu verið nöfnin, sem ráða svona rukkara. Með því að segja til nafnanna að baki er snögglega kippt burt vinnuveitendum handrukkara. En kannski er fréttin lygi.