Pressan.is falsar graf

Fjölmiðlun

Grafísk framsetning talna hefur engan tilgang, nema notendur geti af útliti grafsins áttað sig á breytingum, sem verið er að lýsa. Í öllum gröfum er því mikilvægt, að núllpunktur sé notaður. Annars er ekki hægt að bera saman tvo punkta í grafi. Pressan.is sýnir graf, sem á að sýna, að skuldatryggingaálag íslenzka ríkisins hafi rokið upp síðustu tvo daga. Það sýnir grafið, enda er upphafsreitur þess settur á 350 stig. Í rauninni hefur orðið lítil breyting á álaginu. Mundi sjást, ef miðað væri við núllpunkt. Hækkun úr 360 stigum í 415 stig er ekki roka. Svona má falsa fréttir, meðvitað og oftar ómeðvitað.