Fínasta fiskbúð

Veitingar

Fiskbúðin í miðbænum í Gent í Belgíu er andspænis aðaldyrum gamla háskólans. Það er fín búð, vel spúluð, þar er engin fisklykt. Allur fiskur er sýndur í glerborði, heill og óflakaður, með haus og hala. Þú velur fiskinn og hann er svo meðhöndlaður eins og þú vilt. Hausskorinn, flakaður og roðflettur eftir atvikum. Þarna fæ ég þykkvalúru og sandhverfu, indælis fiskitegundir, sem ekki veiðast við Ísland. Af íslenzkum fiski er bara til þorskur og hann er mjög dýr, greinilega í miklum metum. Hnakkastykkið kostar eins mikið og dýrasti flatfiskur. Ég vildi hafa aðgang að svona fínni fiskbúð í Reykjavík.