Verðlaunanefnd við skál

Punktar

Friðarverðlaun Nóbels eru Barack Obama mikil byrði. Alltaf er erfitt að þola lof, sem maður á ekki skilið. Hefur engin friðarafrek unnið í níu mánuði, sem hann hefur verið við völd. Engin afrek eru fyrirsjáanleg á næstunni. Kannski er norska stórþingið að gera grín að honum. Öll stríð Bandaríkjanna eru óbreytt frá því, sem áður var. Nú ráðgerir Obama að senda fleiri hermenn til Afganistan, þar sem stríðið hefur gengið illa. Nefndin hefur stundum áður verið eins og vel við skál í vali sínu. Kannski telur hún verðlaunin breyta Obama í friðarsinna. Það tókst þó ekki með Kissinger á sínum tíma.