Óunnin vara er fullunnin

Punktar

Ferskur þorskur af Íslandsmiðum er fimm sinnum dýrari hér í Gent en þíddur þorskur í neytendaumbúðum. Það hrekur skrif manna, sem telja frystingu og neytendaumbúðir vera hástig fiskvinnslu, fullvinnslu. Veruleikinn er annar. Ferskur fiskur er fullunnin vara, frystur fiskur í neytendaumbúðum er bara redding fyrir horn. Allt, sem við getum selt ferskt úr landi, eigum við að selja þannig. Aðeins á að frysta það, sem ekki selst ferskt. Frysting er afgangsstærð, ekki fyrsti kostur. Áratugum saman hef ég bent á þetta, en samt tala menn enn um frystingu sem fullvinnslu. Óunnin vara er fullunnin.