Fínar fréttir í röðum

Punktar

Fínt er, ef endanlegt tjón af IceSave verður bara 75 milljarðar. Auðveldar börnum okkar að greiða tjónið, sem Davíð, Kjartan, Björgólfur, Björgólfur Thor, Sigurjón og Halldór ollu okkur. Munum þó, að við þurfum líka að greiða 300 milljarða fyrir yfirteknar eignir bankans. Er samt gerlegt. Ánægjulegt er einnig, ef óformleg sátt fæðist milli ríkisstjórnarinnar og Ögmundar Jónassonar um IceSave fyrirvarana. Það eykur líkur á, að stjórnin haldi lífi fram að næsta ágreiningi hennar. Mun snúast um kröfu Samfylkingarinnar um álver í Helguvík án raforku og orkuver án fjármögnunar, án umhverfisverndar.