Hókus pókus flokkurinn

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn olli hruninu prívat og persónulega. Frá frjálshyggju, yfir einkavinavæðingu, IceSave og Seðlabankagjaldþrot í innistæðugreiðslur Geirs. Flokkurinn kann samt ekki að skammast sín. Geir Haarde hefur enn ekki beðið þjóðina afsökunar. Davíð er orðinn ritstjóri Málgagnsins. Því kemur engum á óvart, að Sjálfstæðisflokkurinn þykist geta leyst vanda ríkissjóðs. Sem kominn er í mínus upp á meira en þúsund milljarða. Vegna flokksins. Hann hyggst leysa vandann án þess að hækka skatta. Með hókus, pókus. Margir hafa stundað lýðskrum um tíðina, en Sjálfstæðisflokkurinn slær öll sín fyrri met.