Snýtt úr nösum Björns

Punktar

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra er snýtt úr nösunum á Birni Bjarnasyni, fyrrum dómsmálaráðherra. Enda var hún ráðuneytisstjóri hans. Hefur sömu mannfjandsamlegu viðhorfin í málum innflytjenda og fyrirrennarinn. Viðhorfin endurspeglast í lögum frá sameiginlegum tíma Björns og Rögnu í ráðuneytinu. Í útlendingastofnun, sem Björn gerði að fjölmennri stofnun mannúðarlausra lagatækna. Engan þarf að undra, þótt Ragna verði að flýja úr ræðustóli á ráðstefnu um mannréttindi. Hún er ríkisstjórninni til skammar. Ég get með engu móti skilið, að ríkisstjórnin þurfi vasaútgáfu af Birni Bjarnasyni.