Smjörklípa Jónasar Haralz

Punktar

Missti af grein Jónasar Haralz um Joseph Stiglitz, sé blaðið sjaldan. Komst samt yfir gamalt eintak. Sé, að nafni minn lýgur um skilnað aðalhagfræðings Alþjóðabankans við bankann. Þorvaldur Gylfason prófessor hefur hrakið slúður Jónasar. Þegar Stiglitz var hættur í bankanum, skrifaði hann bækur um röng vinnubrögð hans og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þær ollu reiði manna eins og Jónasar, sem trúa blint á hagfræði þessara stofnana. Sagan hefur hins vegar liðið í mörg ár og staðfest gagnrýni Stiglitz. Jónas Haralz forðast að tala um málsefni, en einbeitir sér að smjörklípu um aðskilnað aðalhagfræðingsins.