Sem lengi hefur vantað

Veitingar

Fiskmarkaðurinn í Ísafoldarhúsinu í Aðalstræti býður ekki bara frábæran mat, heldur líka glæsilegan stíl. Staðurinn hefur slegið í gegn í hádeginu, þegar fjörlegur brasserí-stíll ræður ríkjum í þjónustu og hraða. Brasserí verður til, þar sem vertinn býr til réttar aðstæður, sem gestir kunna vel að meta. Það eru gestirnir, sem gera stað að brasserí. Í gær var Bjarni Benediktsson flokksformaður og Vilhjálmur Þorsteinsson nýsköpunarmaður hvor við sitt borð með erlendum gestum. Góðir þjónar voru á þönum fyrir fullu húsi, glaðværð ríkti við flest borð. Einmitt matstaður, sem lengi hefur vantað á Íslandi.