Þvættingur Guðmundar Andra

Punktar

Morgunblaðið gætir fjölþættra hagsmuna Davíðs Oddssonar vegna hrunsins. Það er engin nýjung, að blaðið gæti þröngra sérhagsmuna. Blaðið var ekki skárra fyrir einum áratug, tveimur eða þremur. Fullyrðingar um slíkt eru þvættingur Guðmundar Andra Thorssonar. Hann virðist hafa notið einhverrar fyrirgreiðslu Moggans eins og sumir vinstri menn, sem gráta gamla Moggann. Í rauninni var gamli Mogginn afspyrnu vont blað, varla blað í hefðbundnum skilningi. Frekar stofnun, sem skipti fólki í vini sína og hina. Nafnlausar greinar hans voru ætíð illa skrifuð hagsmunagæzla og þráhyggja. Sem Guðmundur Andri hrósar nú.