Hvaða ívilnanir?

Punktar

Fjármálaráðherra skuldar okkur skýringar á ívilnunum, sem gagnaver Verne Holdings nýtur hjá ráðuneytinu. Sú skoðun stafar af aðild Björgólfs Thor Björgólfssonar að fyrirtækinu. Hann virðist hafa hagað sér svikult gagnvart samfélaginu, sem á óuppgerðar sakir við hann. Því er ekki nóg að fullyrða, að ívilnanir í þágu hans séu eins og fyrri ívilnanir í þágu stóriðju. Steingrímur J. Sigfússon þarf að útskýra, hverjar þessar ívilnanir eru og hvers vegna þær eru eins og fyrri ívilnanir. Eins og oftar áður reynir hann að forðast að tala út um hlutina, afvegaleiddur af gróinni leyndarstefnu.