Þegar húðlatir fjölmiðlar skrifa um ágreiningsefni, kalla þeir í málsaðila og láta þá blása. Núna í Þór Saari og Árna Pál Árnason. Við erum engu nær. Fjölmiðlarnir upplýsa okkur ekkert. Þeir eiga að segja okkur, hver setti í lagafrumvarpið ákvæði um afskriftir og skattfrelsi kúlulána. Ákvæði, sem síðan var kastað út á síðustu stundu. Eiga líka að segja okkur, hvort endanleg útgáfa laganna hjálpar græðgiskörlum, sem áttu óhóflegan aðgang að lánum. Nú eru liðnir þrír sólarhringar frá afgreiðslu málsins. Án þess að neinn fjölmiðill hafi nennt að útskýra fyrir okkur, hvað gerðist í raun.