Fimmta herdeild í ráðuneyti

Punktar

Félagsmálaráðuneytið laumaði afskriftum og skattfrelsi kúlulánafólks inn í lagafrumvarp um skjaldborg heimilanna. Félagsmálanefnd sá þetta á síðustu stundu. Hún hittist undir stiga í fimm mínútur og kippti út kúlulánafólkinu. Eftir er að vita, hver setti þetta ákvæði inn. Var það Árni Páll Árnason ráðherra eða Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri eða var það ein valkyrjan úr föruneyti Ingibjargar Sólrúnar? Einhver aðili í félagsmálaráðuneytinu gegnir þar hlutverki fimmtu herdeildar. Gætir hagsmuna kúlulánafólks. Er það sá sami og orðaði frumvarpið þannig, að skjaldborg er slegið um auðfólkið?