Með mosann í skegginu

Punktar

Ísland er samsafn heimalninga, eins konar framsóknarfélag fólks með mosann í skegginu. Útlendingar tala um, hversu drýldin þessi smáþjóð er. Á allt það bezta, flottasta Davíðinn, klárustu útrásargæjana, fegurstu stúlkurnar. Skil ekki, hvernig Viðreisn var á sínum tíma troðið upp á þjóð, sem óttast allt útlent eins og pestina. Hér er Evrópusambandið talið vera útlent nafn á helvíti. Umheimurinn er talinn sitja á svikráðum við aumingja Íslendinga. Forustulið stjórnarandstöðu froðufellir þjóðernisrembu á Alþingi og þannig talar hálft bloggið. Erum samt nánast ófær um að reka sjálfstætt þjóðfélag.