Þótt fjárlög séu skorin niður á öllum sviðum, er landbúnaður undanskilinn. Stuðningur við hann eykst næsta ár samkvæmt fjárlögum ríkisins. Einkum er það sauðfjárrækt, sem nýtur velvildar. Svo mjög, að svínabændur kvarta um, að ríkið borgi kostnað við auglýsingaherferðir sauðfjárbænda. Hefðbundinn landbúnaður er í rauninni ekki atvinnuvegur, heldur félagsmálastofnun. Hann á ekki heima í atvinnuvegaráðuneyti, þar sem fjallað er um framlag greina til rekstrar samfélagsins. Hann á heima í félags- og tryggingaráðuneyti, þar sem fjallað er um velferð fólks. Landbúnaður er velferð, ekki atvinnuvegur.