Fredrik Reinfeldt er formaður sænska hægri flokksins og forsætisráðherra Svíþjóðar. Setti í gær í Norðurlandaráði ofan í við Bjarna Benediktsson, formann íslenzka systurflokksins. Bjarni hafði flutt þar sömu þjóðrembuna og hann flytur á Alþingi til heimabrúks. Norðurlandaríkin séu vond við litlu, sætu Íslendingana, sem eigi bágt. Talaði ekki um, að íslenzkir bankastjórar og víkingar úr hans eigin flokki fóru ránshendi um Norðurlönd. Skilur ekki, að hann sjálfur og flokkur hans eru fyrirlitnir af þeim Norðurlandabúum, sem til þekkja. Það var gott á hann að fá áminningu frá flokksbróður sínum.