Burt með ofurmennin

Punktar

Bankastjórar og skilanefndir ganga með meinlega grillu. Að ofurmennin, sem settu fyrirtæki á hausinn, séu bezt hæf til að reka þau áfram. Það feli í sér “lágmörkun á tjóni”. Bankastjórnir og skilanefndir hafa samt verið ráðnar til að gæta réttlætis. Ekki til að búa til ímyndanir um lágmörkun á tjóni. Þannig eru ofurmenni enn að reka Milestone, Exista, World Class. Og svo framvegis. Þessu verður að linna. Þjóðin heimtar ofurmennin burt. Því verður ríkisstjórnin að lesa bankastjórum og skilanefndum pistilinn. Það mun hefna sín heima og einkum erlendis, ef ofurmenni sleppa við uppgjörið mikla.