Mér brá í DV í gær. Las grátbólgið drottningarviðtal við útrásarvíking. Sá sagði bankann hafa platað sig í útrás. Margir væru vondir við Björn Leifsson og það væri kalt á toppnum. Ég vissi ekki, að hann hefði verið á toppi. En hitt veit ég, að sá, sem lætur plata sig svona, má ekki koma nálægt rekstri. Það gildir raunar um aðra útrásarvíkinga, að bankarnir verða að halda þeim frá rekstri. Af öryggisástæðum. Björn er raunar svo ruglaður enn, að hann gaf dóttur sinni bíl um daginn. Var ekki nefnt í viðtalinu. “Ég hef dregið einkaneyzluna saman”, sagði hann í grátbólgna drottningarviðtalinu við DV.