Minnst þúsund milljarðar gufuðu upp í eignarhaldsfélögum, sem rændu bankana í fyrra. Þjóðin vill vita, hvar þessir peningar eru. Hún vill fá nákvæma skrá yfir, hvað hvert ofurmenni skuldar. Hvað hver eigandi eignarhaldsfélaga skuldar. Vill ekki, að neitt af fénu verði formlega afskrifað. Vill allra sízt, að ofurmennin fái að halda áfram þessum rekstri. En það eru bankarnir einmitt að leyfa, sbr. Milestone, Exista, World Class, Hagar. Þjóðin vill, að ofurlið banka og eignarhaldsfélaga fari í fangelsi sem fyrst. Hún á þá líka við lagatækna og bókhaldstækna og stjórnmálatækna og embættistækna.