Fréttir bólgna á vefnum. Þar hafa risið góðir fjölmiðlar, sem keppa við vefútgáfur hefðbundinna fjölmiðla. Mestur völlur er á Pressunni hjá Birni Inga Hrafnssyni. Þar er tíu manna skrifstofa undir fréttastjórn Steingríms Sævarrs Ólafssonar. Eldri í hettunni er Eyjan, sem er einkum blogggátt. Hún birtir einnig eigin fréttir og ágætar samantektir frétta frá öðrum. Svo eru pólitískir aðilar með fréttastofur. Skemmtilegust er AMX, þar sem Jónas Haraldsson fer á kostum sem “Smáfuglarnir”. Þar á vef er eingöngu birt hægri sinnað efni, markvisst hliðhollt Davíðsku. Fróðlegt, ég les það ævinlega.