Útvarpið vitnaði í hádeginu í nafnlausar heimildir. Sagði “fréttaskýrendur” telja Abdullah í Afganistan hafa hætt við aðra umferð forsetakosninga vegna fjárskorts. Ég leitaði á vefnum að þessum “fréttaskýrendum”, en fann ekki. Allir álitsgjafar sögðu Abdullah hafa hætt vegna kosningasvindls. Og tregðu Hamid Karzai forseta við að tryggja svindlfría aðra umferð. Fjölmiðlar eiga að nafngreina heimildir sínar. Auðvelt er að slá fram þvælu með því að fela sig bakvið nafnlausa heimildamenn, álitsgjafa, fréttaskýrendur. Ef heimildin er Zalmay Khalilzad, áður sendiherra George Bush í landinu, á að segja það.