Þegar fundir fara út um þúfur

Punktar

Fjölþjóðafundir hafa tilhneigingu til að fara út um þúfur vegna mismunandi hagsmuna hinna ýmsu ríkisstjórna. Þannig fór síðasti tuttugveldafundurinn í London í apríl út um þúfur. Þannig mun alþjóðlegi loftslagsfundurinn í Kaupmannahöfn í desember fara út um þúfur. Stjórnmála- og embættismenn hafa einfalda lausn á þessum vanda. Þeir búa til langa textafroðu, sem segir ekki neitt. Samþykkja hana og berja sér á brjóst fyrir að hafa tekið svokallaða tímamótaákvörðun. Ég skora á ykkur að lesa niðurstöðu desemberfundarins í Kaupmannahöfn, þegar hún verður birt. Munuð sjá, að hún verður um ekkert.