Krækti í 400 milljónir

Punktar

Björgólfur Guðmundsson ofurmenni fór árið 2005 inn í Landsvaka, eina deild Landsbankans. Þá var hann stjórnarformaður og eigandi bankans. Hann lét þar greipar sópa um 400 milljónir króna án þess að neitt sé um það í bókhaldinu. Gaf út skuldabréf fyrir upphæðinni. Starfsmenn vissu hins vegar af þessu og líkaði illa. Björgólfur greiddi meirihlutann til baka næstu árin, en 190 milljónir stóðu eftir, er hann varð gjaldþrota. Málið er nú til skoðunar hjá efnahagsbrotadeild og sannleiksnefnd. Þannig voru bankar reknir í þá daga. Eigendurnir skófu þá að innan og lögðu fram verðlausa pappíra í staðinn.