Sá ekki gegnum Björn

Fjölmiðlun

Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóri Tímans, samþykkti aldrei tillögur fólks um uppslætti. Björn Þ. Guðmundsson, síðar lagaprófessor, skrifaði erlendar fréttir. Þegar hann var búinn að því og velja aðalfrétt, skrifaði hann aðra til vara. Með hana fór hann niður til Indriða, sagði hana vænlega aðalfrétt. Það fannst Indriða ótækt og spurði, hvort ekkert væri til skárra. Björn minntist þá á málið í földu fréttinni. Indriða leizt vel á það, Björn fór upp og beið í tíu mínútur. Kom svo með fréttina, sem hann hafði alltaf ætlað í uppslátt. Indriði varð kátur og áttaði sig aldrei á sjónhverfingunni. (Úr bókinni: Jónas Kristjánsson: Frjáls og Óháður, 2009)